TR & TFÍH

Tónlistarskóli FÍH og Tónlistarskólinn í Reykjavík munu starfa náið saman frá og með hausti 2016
með það fyrir augum að bjóða nemendum upp á fjölbreyttara námsframboð og
stuðla að áhugaverðu og skapandi námsumhverfi.

Á þessari sameiginlegu vefsíðu skólanna má kynna sér mismunandi leiðir í náminu. Hægt verður að sækja um annars vegar
klassíska deild og hins vegar jazz- og rokkdeild, en nemendur eiga kost á að velja sér kúrsa úr báðum deildum.

Skóladagatal TFÍH
Skóladagatal TR

Burtfarartónleikar frá TFÍH

FIH2016-plakatFramundan er fjöldi burtfarartónleika frá Tónlistarskóla FÍH en alls munu 17 nemendur halda tónleika þetta vorið. Tónleikarnir fara fram í hátíðarsal Tónlistarskóla FÍH nema annað sé tekið fram.

2. mars kl. 20:00 Anna Sóley Ásmundsdóttir, söngur
1. apríl kl. 20:00 Elvar Bragi Kristjónsson, trompet
2. apríl kl. 16:00 Íris Guðmundsdóttir, söngur
10. apríl kl. 15:00 í Hannesarholti Katrín Helga Andrésdóttir, píanó
28. apríl kl. 18:00 Sigurjón Árni Eyjólfsson, saxófónn
29. apríl kl. 20:00 Hallgrímur Jón Hallgrímsson, slagverk
5. maí kl. 17:00 Sara Blandon, söngur
6. maí kl. 20:00 Ævar Örn Sigurðsson, rafbassi
7. maí kl. 16:00 í Guðríðarkirkju, Grafarholti Jón Arnar Einarsson, básúna
12. maí kl. 20:00 Tómas Leó Halldórsson, rafbassi
13. maí kl. 19:00 Ísold Wilberg Antonsdóttir, söngur
14. maí kl. 17:00 Skúli Gíslason, trommur
15. maí kl. 19:00 Davíð Valdimar Valsson, gítar
20. maí kl. 20:00 Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngur
21. maí kl. 17:00 Regína Lilja Magnúsdóttir, söngur
22. maí kl. 15:00 í Hannesarholti Árni Freyr Jónsson, gítar
22. maí kl. 17:00 Bjarki Steinn Aðalsteinsson, slagverk

Smellið hér til að sjá plakatið.

Umsóknir fyrir næsta skólaár

Nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna skólaársins 2016-2017. Umsóknarfrestur fyrir núverandi nemendur og nýnema er til 8. maí.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Ævintýraóperan Hlini í Iðnó

Hlini300x201

Söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík sýnir um þessar mundir ævintýraóperuna Hlini í Iðnó. Söguþráðurinn er tekinn úr gömlu íslensku ævintýri en höfundurinn, Þórunn Guðmundsdóttir, bætir við nokkrum persónum og leyfir hetjum úr öðrum ævintýrum að bregða sér í heimsókn. Prinsinn Hlini, Signý Karlsdóttir, ástsjúkar skessur og hjálpsamir fuglar, að ógleymdum hinum stórhættulega óminnishegra, stíga á svið og ganga í gegnum ýmsar þrautir áður en allt leysist farsællega. Í óperunni er slegið á létta strengi og tónmálið er aðgengilegt, svo að hún höfðar til allra aldurshópa.

Flytjendur eru flestir nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík, 20 söngvarar og 7 manna hljómsveit. Hljómsveitarstjóri er Kjartan Óskarsson og höfundur óperunnar og jafnframt leikstjóri er Þórunn Guðmundsdóttir, en hún hefur getið sér gott orð fyrir sviðsverk sín. Skemmst er að minnast óperunnar um Sæmund fróða sem sett var upp í fyrra og söngleiksins Stund milli stríða, sem var valin áhugaverðasta áhugaleikhússýningin árið 2014.

Aðeins eru sýndar fjórar sýningar: 1. apríl, 2. apríl, 4. apríl og 5. apríl og hefjast þær allar kl. 20.00.

Miðasala er við innganginn og á midi.is.